Gangbraut yfir Skipasundi að Brákarsundi

Gangbraut yfir Skipasundi að Brákarsundi

Hvað viltu láta gera? Mála gangbraut yfir Skipasund til móts við Brákarsund og setja viðeigandi gangbrautamerkingar við götuna. Hvers vegna viltu láta gera það? Leikskólinn Brákarborg er staðsett við Brákarsund og því mikil umferð gangandi og ungra barna á svæðinu. Nemendur í Langholtsskóla sem búa í þessum hluta hverfisins ganga gjarnan yfir Skipasund á þessum stað á leið í skólann. Þá eiga nemendur úr skólanum leið yfir þessa götu á þessum stað þegar þeir eru að fara í frístund í Glaðheimum. Þegar hefur verið gerð gangbraut fyrir sama gangstíg við Efstasund afar sérstakt að ekki hafi þegar verið bætt úr þessu í Skipasundi líka.

Points

Þarna er lagt of nálægt og lýsing ónóg.

Þarna keyra ökumenn iðulega of hratt og oft er bílum lagt nálægt gangstígum sem hindra sýn ökumanna. Þarna ganga um mikið af börnum og mjög mikilvægt að þarna sé sett gangbraut.

Hraðahindrunin er allt of lítil og bílarnir keyra hratt og sjá ekki börnin fyrr en allt of seint

Bý þarna við, bílar keyra oft of hratt þarna og taka ekki tillit til gangandi og hjólandi umferðar. Þarf að merkja betur og passa að tré í nálægum görðum slúti ekki fyrir merkingar.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information