Lækka hámarkshraða í lönguhlíð sunnan miklubrautar í 30

Lækka hámarkshraða í lönguhlíð sunnan miklubrautar í 30

Hvað viltu láta gera? Gott væri ef hámarkshraði í lönguhlíð sunnan miklubrautar væri lækkaður niður í 30 km/klst Hvers vegna viltu láta gera það? Þessi gata er í miðju íbúðahverfi, það er óþolandi hve hratt fólk keyrir götuna. Hámarkshraði er 30 km/klst í hamrahlíð og þætti mér eðlilegt að það samta myndi gilda um lönguhlíðina.

Points

Þetta á við um Lönguhlíð norðan Miklubrautar líka. Mikið af börnum eiga leið yfir þessa götu á leið í Háteigsskóla og Ísaksskóla.

Þarna ganga börn yfir á hverjum degi, koma til og frá Skóla og Valssvæðinu. Ég er skíthrædd um barnið mitt þegar það labbar heim af æfingu 3 x í viku, því ásamt því að fólk keyri hratt þarna þá fylgist það ekkert rosalega vel með! Og sólin getur blindað á þessum stað.

Það er löngu tímabært að lækka hámarkshraða í Lönguhlíð. Þetta er ekki bara í miðju ibúðahverfi heldur er fólk sem býr við götuna auk þess er hún er mikið notuð af börnum hverfisins til þess að ferðast til og frá skóla. Núverandi hámarkshraði var kannski skiljanlegur þegar gatan var tvær akreinar í hvora átt en eftir að við fengum hjólastíg í hverfið er engin ástæða fyrir því að vera með 50km hraða þarna.

Mér finnst að það ætti að lækka hámarkshraðann í Lönguhlíð allri og Nóatúni niður að Suðurlandsbraut líka. Svo má alveg velta því upp hvort það þurfi tvær akreinar nema rétt við Klambratún.

Styð þetta heilshugar en auðvitað á að lækka hraðann á götunni í heild sinni, ekki einungis öðru megin við miklubraut

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information