Hraðakstur í Heiðargerði og Stóragerði

Hraðakstur í Heiðargerði og Stóragerði

Hvað viltu láta gera? Breyta Heiðargerði í botnlanga þar sem Stóragerði og Heiðargerði mætast til að auka öryggi íbúa og nemenda í skóla sem er þar í götunni. Hvers vegna viltu láta gera það? Hraðakstur í gegnum Heiðargerði og Stóragerði er algjörlega kominn úr böndunum og þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til borgar, lögreglu og þeirra sem málið varðar þá hefur ekkert breyst. Sett var upp hraðahindrun nálægt gatnamótum Heiðargerðis og Grensásvegar. Það lagaði ekki vandamálið. Vandamálið er nefnilega gegnumstreymi á umferð sem áður fór Bústaðaveg eða Grensásveg. Þetta snýst bæði um fjölda bíla, sem og hraða þeirra. Gatan er 30km/h þar sem Háaleitisskóli við Hvassaleiti er hér við götuna, ásamt fjölda leiksvæða. Ef Heiðargerði og Stóragerði yrði lokað þar sem göturnar mætasts þá myndi það algjörlega enda þetta vandamál. Sömuleiðis yrði þetta mjög ódýr aðgerð og myndi gjörbreyta umhverfinu til hagsbóta fyrir alla íbúa í götunum. Þetta var gert fyrir ca. 15 árum í Bólstaðarhlíð / Skipholt einmitt vegna mikils hraða og aukningar á umferð. Þar er Háteigsskóli sem og leiksvæði fyrir börn. Hverfið er að yngjast mikið upp núna, fleiri börn eru að flytja í hverfið. Ef við þessu verður ekki brugðist hratt þá verður stórslys þarna. Bara spurning um hvenær

Points

Aukinn hraði í Heiðargerði er rökrétt afleiðing að þrengingu Grensás. Því miður fyrirsjáanlegt.

Alveg sammála það á að loka götunni við Stóragerðið. Þessi gegnum keyrsla gengur ekki lengur. Hlusta á íbúana þeir vita hvað þarf að gera.

Því miður hefur nýleg hraðahindrun alls ekki minnkað hraðaakstur í götunni nema þá bara akkúrat yfir hindrunina sjálfa. Alltof margir stytta sér leið á alltof miklum hraða um Heiðargerði og Stóragerði.

Þeir íbúar sem ég þekki á þessu svæði hafa einmitt talað um að umferðin hafi hægst og róast í Heiðargerði vegna hraðahindrananna sem komnar eru í götuna. Ef ástæðan er Grensásvegurinn væri þá ekki nær að opna beygjuakreinina inn á bustaðarveg eins og hún bar?

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Eitthvað að frétta af þessu?

Það eru engin rök að vísa í að Grensásvegur sé einhvers konar orsök að þessum hraðakstri. Fólk keyrir hratt, ekki göturnar sjálfar. Það er skóli hér í götunni, róluvöllur, fullt af krökkum sem ganga í og úr skóla. A.m.k. var þetta gert í Bólstaðarhlíð og Skipholti vegna hraðaksturs þar í gegn og vegna nálægðar við Háteigsskóla. Bæði eru börnin öruggari og umferð hefur horfið úr götunni.

Mér finnst það vera mjög gott fyrir okkur í Heiðargerði að geta valið hvora leiðina við förum. Stundum er það mikil umferð á Grensásvegi að það er erfitt að komast frá Heiðargerði niður á Miklubraut. Þá getur maður valið að fara Stóragerðið. Til að komast á ýmsa áfangastaði þarf maður að fara mun lengri leið ef Heiðargerði verður lokað með botnlanga.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information