Skíðalyfta í Öskjuhlíð

Skíðalyfta í Öskjuhlíð

Hvað viltu láta gera? Setja upp skíðalyftu í Öskjuhlíð fyrir börn og byrjendur. Fyrirmyndin eru skíðalyftur í Ártúnsbrekku við Rafstöðvaveg, í Breiðholti við Jafnarsel og í Grafarvogi við Dalhús (http://gufunes.is/muu/muu-skidasvaedin-i-borginni/). Staðsetning og nánari útfærsla yrði unnin af Umhverfis- og skipulagssviði. Á sumrin væri mögulega hægt að nýta svæðið fyrir fjallahjólreiðar. Hvers vegna viltu láta gera það? Holl og heilnæm útivist fyrir borgarbúa. Gæti nýst sem afþreying fyrir ferðamenn sem koma til Reykjavíkur Engin skíðalyfta er í þessum hluta borgarinnar en þrjár í austurhluta

Points

Algjör fjölskylduparadís.

Væri frábært að fá skíðalyftu. Passa vel undirlag, jafnvel að setja "frostlagnir" og gott efni undir svo ekki þurfi mikinn snjó og kulda til að skíða og nota sleða og snjóþotur

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information