Matjurtagarðar í Vesturbæinn

Matjurtagarðar í Vesturbæinn

Hvað viltu láta gera? Mig langar til þess að á auðum svæðum og í almenningsgörðum í íbúðarhverfum í vesturbænum verði útbúin ræktarsvæði þar sem íbúar geti ræktað sitt eigið grænmeti á sumrin. Dæmi um svæði gætu verið auðir byggingareitir sem eru í eigu borgarinnar og almenningsgarðar þar sem hægt væri að taka frá hluta af garðinum undir ræktun og bjóða fólki að kaupa afnot af þeim í gegnum vefinn sem Reykjavíkurborg er með reykjavik.is/matjurtagarðar. Dæmi um möguleg svæði eru leikvellir og almenningsgarðar eins og sá sem er á milli Vesturgötu og Nýlendugötu, "Leynigarðurinn" við Brekkustíg og Landakotstún. Einnig auðir bygginga-reytir eins og við enda Vesturgötu og víðar. Hvers vegna viltu láta gera það? Eini matjurtagarðurinn sem er í vesturbænum er við flugvöll Reykjavíkur sem er ekki heppilegur staður til að rækta grænmeti bæði vegna hávaðamengunar og lítil skjóls fyrir hafgolunni. Einnig er þetta langt úr leið fyrir þá sem búa í gamla vesturbænum. Að rækta eigið grænmeti er umhverfisvænt og góð leið fyrir fjölskyldur til að vinna að sameiginlegu verkefni og kenna börnum um ræktun matjurta. Það er mikilvægt að auðvelda aðgengi fyrir íbúa að slíkum görðum.

Points

Sameinuð hugmynd Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er mjög svipuð annarri hugmynd sem kosið verður um og heitir Matjurtagarð í portið hjá Verkamannabústöðunum. https://www.betrireykjavik.is/post/19747 Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information