Hundagerði hjá Vesturbæjarlaug

Hundagerði hjá Vesturbæjarlaug

Hvað viltu láta gera? Setja upp hundagerði við Vesturbæjarlaug Hvers vegna viltu láta gera það? Svæðið er nú þegar nýtt af íbúum til að sleppa hundum. Eðlileg tillitsemi og skv. lögum um hundahald að gera það innan girðingar.

Points

Það bráðvantar blett hér í Vesturbæ þar sem hundar og eigendur þeirra geta hist og glaðst, Við, hundaeigendur og hundarnir okkar erum alls staðar fyrir og erum auk þess í bráðri hættu vegna fólks á kappaksturshjólum þegar við göngum á gangstétt eða nærri sjónum. Hundagerði myndi leysa vandann fyrir marga hópa.

Á hundagerði ekki frekar heima td við sjóinn og svæðið í kringum sundlaugina heldur fyrir þá sem geta notað laugina eins og td frjálsar íþróttir og leiksvæði fyrir börn?

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information