Bílastæði í Seljahverfi

Bílastæði í Seljahverfi

Hvað viltu láta gera? Nýta ónotaða grasbala og malbikuð svæði til þess að gera fleiri bílastæði fyrir hverfið. Hvers vegna viltu láta gera það? Það eru orðin veruleg óþægindi vegna bílastæðaleysis í hverfinu. Nú þegar íbúar eru að eldast og unglingar hættir að flytja að heiman fjölgar alltaf bílum per hús, auk þess sem mörg hús eru að leigja út aukaíbúðir í húsinu. Þetta kallar á mun fleiri stæði en gert var ráð fyrir þegar þessi hús voru byggð og þrengir verulega að íbúum. Maður hugsar sig tvisvar um áður en maður býður fólki í mat og barnaafmæli eru mikill höfuðverkur. Það væri afskaplega gott ef borgin gæti komið til móts við íbúa hverfisins í þessu og nýtt ónotuð svæði í okkar þágu. Mögulega, ef stæðið væri stórt, gæti þetta einnig stutt við að draga úr umferð í Reykjavík líka þannig að fólk gæti komið börnum í skóla og leikskóla og geymt síðan bílinn á stæði við Engjasel og farið með strætó í vinnu annað á höfuðborgarsvæðinu. Stæðið mætti girða af með því að gróðursetja tré og fela þannig sjónmengun af stæðinu og innan nokkurra ára yrði þetta fallegra en auðnin sem það er í dag.

Points

Vá hvað ég er sammála! Fólk nennir ekki að koma í heimsókn vegna bílastæðaleysis. Ömurlegt!!

Það var ekki skipt upp bílplaninu í okkar götu þegar húsin voru byggð. Nú getur við ekki fengið að merkja okkar stæði þar sem einn neitar að skrifa undir og þar af leiðandi helst sú regla að hálft stæði fylgi íbúð sem er ekki með stæði í bílskýli. Það er ekki alltaf hægt að nýta sér almenningssamgöngur, einn bíll á heimilinu og við erum að skipuleggja okkar ferðir svo að við séum ekki að lenda í því að þurfa að leita að bílastæði við heimkomu. Frekar heftandi að geta ekki amk lagt nálægt heimili

Já algjörlega þarf að gera eitthvað i þessum málum. Óþolandi að fá sektir heima hjá sér

Mér þætti gífurlega sorglegt að þessi fáu grænu opnu svæði sem við eigum eftir væru lögð undir bílastæði. Kannski frekar að ræða það að setja upp bílastæðahús á einhverjum stöðum þar sem eru blokkir í mestum skorti, eða eitthvað. En ekki leggja allt undir bílastæðaflæmi...úff hvað mér finnst það niðurdrepandi tilhugsun.

Hef orðið vitni að árekstri sem eingöngu orsakapist af takmörkun útsýnis vegna ólöglega lagðra bíla. Þessun bílum er lagt ólöglega vegna þess að það er engin stæði að fá. Það vantar sárlega að leysa þetta mál með nýjum stæðum.

Frekar að fækka bifreiðum. Nýta almenningssamgöngur og þessháttar. Það eru amk 3 leiðir strætó sem ganga um hverfið. Halda í græn svæði sem er akkurat það sem gerir þetta fjölskylduvænt hverfi.

Þetta er kjörið svæði ril að gera bílastæði. Við Engjasel 1-23 er aðeins 1.7 stæði a íbúð og það er sko alls ekki nóg.

skortur á bílastæðum um allt Breiðholt, styð þessa tillögu heilshugar. Bendi einnig á að fjölga þarf verulega bílastæðum í Fellahverfinu, bílastæðisþörfin er miklu meiri en var, m.a. vegna þeirra röksemda sem að ofan eru rakin vegna skorts á bílastæðum í Seljahverfinu.

Fjölga bílastæðum í hverfinu, vegna fjölgunar bíla og fólks.Flest hús eru nýtt betur en gert var ráð fyrir í upphafi, vegna íbúðarskorts.Allt tal um að fækka bara bílum, er eins og stinga hausnum í sandinn til að fela sig. Við leysum enginn vandamál með boðum og bönnum, fólk verður að fá að ráða hvaða samgöngumáta og lífsstíl það kýs.Það er svo margt sem þyrfti að banna ef leysa ætti öll vandamál sem eru til staðar á lífsleiðinni.Erfitt að vera gestk. í hverfinu að kveldi til vegna vandans.

Bý í bakkaselinu og Þekkji þetta vandamál vel.

Að setja bilastæði á þetta er er ekki í boði,þarna er búið að gera göngustíg,torg og setja gróður.kostnaður var um um 5 milljónir.Fyrir utan það er umráða réttur bílskura Bakkasels um xx. metrar fra bílskúrum.

Fækka bifreiðum frékar

Hér er hverfinu er einmitt orðið mjög algengt að bílum sé lagt á göngustígm og grasbölum vegna bílastæða leysis. væri nær að reyna að fjölga bílstæðum og koma bílum af göngu og leiksvæði barna.

Alls ekki fleiri bílastæði á græn svæði.

Það er meira en nóg af bílastæðum í Seljahverfi, við flestar götur meira en tvö á íbúð/hús. Vandinn er fjöldi bíla. Ekki fjölga bílastæðum (og malbika yfir grassvæði), sjáið til þess að kostnaður við bílastæði í hverfinu falli á eigendur bílanna. Nú eru t.d. fjölmargir íbúar hverfisins að leigja út aukaíbúð eða herbergi - og um leið kemur bíll með. Kostnaður við bílastæðið sem þannig er leigt út fellur á alla íbúana, ekki þann sem leigir út. Þetta þarf að leiðrétta með einhverjum hætti.

Mjög sammála og áður hefur þessi athugasemd verið send inn af mér. Svarið sem ég fékk þá var að gera ætti þarna “grænt útivistarsvæði” og settur var bekkur og stígur þarna yfir. Stígurinn svosem fínn en ég hef aldrei séð neinn nýta þetta sem útivistasvæði eða séð einhvern sitja á bekknum.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Fjölgun bílastæða er stefnumál sem stöðugt er til umfjöllunar og úrvinnslu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information