Lokun Bergþórugötu við Austurbæjarskóla við upphaf skóladags

Lokun Bergþórugötu við Austurbæjarskóla við upphaf skóladags

Hvað viltu láta gera? Ég vil að Bergþórugötu verði lokað við Austurbæjarskóla á meðan börn ganga í skólann. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta auðveldar börnum að ganga örugg í skólann, virkar letjandi á skutl og hvetur til göngu. Gatan er greið og ekið er hratt um hana, þá er erfitt fyrir börn sem ekki sjá yfir bíla að þvera hana þar sem bílum er lagt þétt um alla götuna.

Points

Það er líka hægt að gera eins og hjá Melaskóla. Þar stendur starfsmaður úti í upphafi og lok dags, stýrir umferð og hjálpar börnunum að komast örugg yfir.

Sammala sem íbúi við götuna þá hef ég oft verið vitni að hraðakstri á berþórugötu

Held að það væri betra að þrengja og fegra götuna á nokkrum stöðum og setja meiri gróður.

Það er mjög mikið um ferðamenn á ferðinni snemma á morgnana á bílaleigubílum sem átta sig ekki á að þarna er skóli. Hef ótal sinnum séð fólk aka niður Vitastíg á móti umferð. Það þarf að gæta betur að öryggi barnanna þarna í kring. Sérstaklega yfir dimmasta tíma ársins.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information