Pálmatré í Skipasund

Pálmatré í Skipasund

Hvað viltu láta gera? Skipta út ljósastaurum fyrir upplýst Pálmatré Hvers vegna viltu láta gera það? Ég tel það eðlileg framþróun í hverfinu að upplýst Pálmatré komi í stað ljósastaura í Skipasundinu. Þetta myndi leiða af sér trópíska stemningu og létta skammdegið. Sólarlandaferðir yrði nær óþarfar og fasteignaverðmæti rjúka upp. Andleg líðan íbúa myndi stórbatna og borgarlíf stór eflast með tilkomu exótískra kaffihúsa og kokteilstaða. Atvinnutækifæri myndu skapast gagnvart farþegaflutningi á hjólavögnum eins og þekkist erlendis.

Points

Klárlega málið. Þó fyrr hefði verið. Ægisíða væri líka flott með nokkrum.

Ekki nota þennan vettvang fyrir kjánatillögur í hæðni til að reyna að vera fyndin eða koma einhverri pólitískri skoðun á framfæri. Það ómerkir viljann og einlægnina á bak við hinar tillögurnar.

Alveg bráðnauðsynlegt að fá pálmatré í Skipasund til að skapa suðræna stemningu í hverfinu.

ALLS EKKI!!! Við búum á Íslandi þar sem veðurfar er bara ekki fyrir pálmatré. Þau myndu ekki eiga gott líf hérna og vel hægt að eyða þessum peningum sem færu í þetta í eitthvað sem virkilega vantar.

Af hverju eru ekki skíðabrekkur á Tenerife eða útisundlagar á Grænlandi, nú vegna þess að það passer ekki loftslagi. Pálmatré eru fín þar sem þau lifa.

Með opnum hug er allt mögulegt. Með opnum hug er hægt að teygja mörk raunveruleikans út í hið óendanlega. Pálmatré er ekki lengur Pálmatré sem er gróðursett og horft á vaxa og dafna. Alveg eins og það eru skíðabrekkur á Tenerife nema það er ekki hægt að sjá þær ef hugurinn er ekki opinn.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information