Fjölskyldusvæði í Elliðaárdal

Fjölskyldusvæði í Elliðaárdal

Hvað viltu láta gera? Láta setja upp mentaðarfull fjölskyldusvæði í Elliðaárdal, t.d. á opna svæðinu um 5. min frá Rafveituheimilinu. Þar gætu verið fjölbreytt leiktæki, yfirbyggð grill aðstaða, ærslabelgur, bekkir og annað sem hvetur fjölskyldur til að mæta í dalinn staldra við og njóta útivistar og án þess að þurfa að greiða fyrir það. Hvers vegna viltu láta gera það? Ég tel að slík aðstaða myndi hvetja fjöldskyldur til að stíga útúr bílnum og börn til að leggja frá sét snjalltækin og njóta saman útivistar í frábæru umhverfi dalsins. Mér finnst líka ótækt hversu miklu framar Akureyringar standa þegar kemur að aðgengi að slíkum svæðum í Kjarnaskógi. Hafandi margoft notið útivistar á báðum svæðum hef ég séð hvað uppbygging slíkrar aðstöðu getur skipt sköpum og hve margfall fleiri fjölskyldur gera sér ferð útí náttúruna ef aðstaðan er fyrir hendi.

Points

Væri ekki upplagt að hafa þetta á þróunarreit 73 ( í Elliðaárdalnum hjá Stekkjarbakkanum ) þá er líka stutt í kanínurnar og ræktunarsvæðin.

Þetta er frábær hugmynd. Taka mætti mið af útivistarsvæðunum í Heiðmörk. Það er synd að fjölskyldufólki í stærsta sveitarfélagi landsins sé ekki búið betri aðstaða þegar svona stórt og fallegt gróið svæði er til staðar.

Algjörlega sammála þessu. Það sárvantar metnaðarfullt ævintýrasvæði, það er gaman að fara þarna og skoða náttúruna en það verður þreytt til lengdar, opin ævintýraveröld hvetur til útiveru, hreyfingar og fjölskyldusamveru.

Goð hugmynd sem hentar barnafjolskyldum a svæðinu

Frábært að byggja svæðið upp eins og þeir gerðu með Kjarnaskóg á Akureyri. Ættu að taka það verkefni sér til fyrirmyndar. Var þar seinasta sumar og vá hvað fjölskyldan skemmti sér vel. Nóg að gera fyrir alla. Sjá hvernig þeir gerðu þetta á Ak. og gera eins í hjá fjölmennustu byggðinni í Rvk.

Sammála þessari hugmynd. Þó að Elliðaárdalurinn sé vissulega náttúruvin í borginni þýðir það ekki að ekki sé hægt að hafa skemmtileg og fjölskylduvæn svæði innanum.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information