Bílastæði

Bílastæði

Hvað viltu láta gera? Fjölga verulega bílastæðum fyrir atvinnutæki og stærri bíla. Hvers vegna viltu láta gera það? Ófremdarástand í bílastæðamálum (Seljahverfi og örugglega víðar) Strax upp úr 5 á daginn er farið að leggja ólöglega. Meðfram akstursleiðum, upp á gangstéttum, eyjum og grænum svæðum. Þetta skapar hættu bæði fyrir gangandi og akandi vegfarendur, hindrar aðkomu neyðarþjónustu og veldur umhverfisspjöllum og sóðaskap.

Points

Sammála! Eins og er upp í Árbæ, hjá ásunum, þar er sér stæði fyrir atvinnubíla, trukka. Það er pirrandi að hafa þau í fólksbílastæðunum því þau taka jú oft fleiri en eitt stæði.

Mikil þörf á fleiri stæðum þarna, sérstaklega eftir að hluti stæða voru tekin undir nýju göngubrúnna yfir í Fellin.

Sammála þessu. Hef orðið vitni að árekstri sem var vegna takmarkaðs útsýnis vegna bíla sem lagt var ólöglega

finnst sárlega vanta uppá aðgengi fyrir stærri ökutæki, í nálægð við heimili manns, sem vörubílstjóri, þá er mjög þægilegt að hafa vinnutækið í nálægð við sig.

Hætta, slæmt aðgengi, umhverfisspjöll o.fl.

Atvinnutæki og stærri bílar eiga ekki heima í íbúagötum.

Sammála. Það er kominn tími til að bæta úr þessu.

Stór Atvinnutæki, aftaníkerrrur og húsbílar eiga ekki erindi í Íbúagötum. Tjaldvagna ætti fólk að geyma í bílskýlum / bílskúrum og Atvinnutæki ættu að vera geymd við aðstöðu atvinnustarfseminnar. Það er ekki uppúr kl. 5 (17:00) sem byrjað er að leggja ólöglega... það er gert uppúr kl. 14:00

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Fjölgun bílastæða er stefnumál sem stöðugt er til umfjöllunar og úrvinnslu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information