Lagfæring göngustíga á Klambratúni

Lagfæring göngustíga á Klambratúni

Hvað viltu láta gera? Laga göngustíga á Klambratúni sem breytast í svað á vorin og haustin. Svæðin umhverfis stígana verða líka forasvað þegar allir reyna að ganga þar til að losna við að ganga á stígunum. Hvers vegna viltu láta gera það? Klambratún er mikið nýtt svæði og hægt er að auka nýtinguna ef hægt er að ganga um það stærri hluta ársins án þess að vaða forarsvað.

Points

Þessir göngustígar eru oft algert drullusvað. Lagfæring þeirra er ódýr aðgerð sem er löngu tímabær.

Göngustígarnir sem hafa verið þaktir með mjög grófum grjótmulningi, eru verri en ekkert. Þau sem eru hjólandi eða með barnavagna/hunda geta illa gengið á þessu og fara upp á grasið til hliðar. Grasið verður drullusvað.....endilega lagfæra þetta.

Ég hjóla á hverjum degi yfir Klambratún á leið til vinnu. Á vorin og haustin er stígurinn drullusvað sem erfitt eða ómögulegt er að hjóla um. Það þyrfti einnig að huga að leiðinni frá horninu við Miklubraut/Rauðarárstíg að horninu við Flókagötu/Lönguhlíð. Þessi leið er mjög hlykkjótt. Og svo þyrfti að loka litla bílastæðinu sem er við hringinn í norð-austur horninu. Þar leggja menn gjarnann beint fyrir göngustíginn og loka honum.

Þarf að laga göngustígana á Klambratúni, það er satt að þeir eru drullusvað ekki bara haust og vor heldur allt árið. Fólk víkur á grasið og það er líka orðið drullusvað. Stígurinn frá gönguljósum við Lönguhlíð er fjölfarinn, en mjög illa farinn. Líklega flokkast það sem grunnatriði að helstu gönguleiðir séu færar.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information