Ný hraðahindrun og gangbrautir í Engjasel

Ný hraðahindrun og gangbrautir í Engjasel

Hvað viltu láta gera? Gera þarf ráðstafanir til að hægja á bílum í Engjaseli en alltof mikið er um hraðakstur í þessari götu. Ein gömul hraðahindrun er nú í götunni sem hægir lítið sem ekkert á bílum. Einnig þarf að setja eina ef ekki tvær gangbrautir yfir Engjaselið en enginn gangbraut er til staðar eins og er. Mikil umferð er af gangandi vegfarendum í þessari götu og mikið um börn sem hafa engan öruggan stað til að fara yfir götuna sem reynist sérstaklega hættulegt þegar hraðinn á bílum er eins og hann er nú. Hvers vegna viltu láta gera það? Auka öryggi gangandi vegfarenda, sérstaklega barna!

Points

Sammála. Mikið um að börn fari yfir þessa götu og því vantar gangbraut(ir)

Mjog goð hugmynd umferð inn Engjaselið er mikil og hraðinn a bílunum mikill. Mætti setja fleiri hraðahindranir i Engjaselið

Upplagt að setja eina í framhaldi af gangstígnum.

Einnig mætti setja línur á götuna þannig merka veginn sem bílar eigi að aka á. Oft mæti ég bílum sem eru komnir yfir á hinn helminginn og oft erfitt að mæta bílum sem koma á móti

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Hraðahindranir eru óþolandi fyrirbæri og fara illa með bíla. Refsa jafnt réttlátum sem ranglátum. Hafa lítil áhrif á hraða . Nei takk frá mér. Mín vegna má setja gangbraut þarna og betri merkingar en enga hraðahindrun.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information