Hvað viltu láta gera? Að Borgin (eða útvististunaraðili) setji upp gáma og krana með rennandi vatni til að leigja eigendum opinna kayaka pláss, þeim sem vilja róa og á sama tíma geta róið frá sínu hverfi. Útræði yrði staðsett úti á Granda t.d. í tveimur til þremur gámum þar sem stutt er í ramp niður í fjöru. Sjá tvær staðsetningar úti á Granda í viðhengi. Sem tilvonandi leigjandi að svona aðstöðu er kosturinn að báturinn er staðsettur niðri við fjöru, þar er geymslan, þar er rampur niður í fjöru og afþreying rétt við Reykjavíkurhöfn en samt ekki ofan í túrismanum þar. Það er þröskuldur að fara í gegnum alla Reykjavík og upp í Geldinganes til að komast á flot ogsu-igla eða veiða sér nokkra titti í soðið. Keppnisræðarar eru með aðstöðu úti í Skerjafirði en þeir gámar/húsnæði er ekki sett upp með opna kayaka í huga og því passa þeir ekki í plássin þar. Það er ekki að þau vilji ekki hafa okkur á opnu kayökunum. Plúsinn við að hafa Útræði á Granda er t.d. að þangað getum við komið hjólandi, labbandi eða bílandi stutta vegalengd með litlu kolefnisspori til að stunda útiveru í 101 Reykjavík sem er ekki mengandi. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er örugglega áhugi, það er peningur i þessu fyrir Borgina, kolefnisspor er lítið, þetta stuðlar að hreyfingu og útivist, stuðlar að samveru hjá fjölskyldum og vinum. Fólk gæti farið á sjóinn hvenær sem færi og veður gefst. Til viðbótar gæti verið aðstaða fyrir "gesti" þ.e. fólk sem kæmi t.d. bara um helgar yfir sumarið til að nýta rampinn en væri ekki með bátana sína staðsetta þarna. Það þyrfti líklega einn til tvo, starfsmann t.d. ungt fólk í sumarvinnu hjá Borginni til að taka við borgun þegar fólk fer í gegnum "hlið" niður að sjó og fær að nýta sér aðstöðu til að skola báta eftir róður.
Ekki á forræði borgarinnar Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til Reykjavíkurhafnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation