Upplýsingaskilti um gömlu sundlaugina í Laugardal

Upplýsingaskilti um gömlu sundlaugina í Laugardal

Hvað viltu láta gera? Gera upplýsingaskilti um gömlu sundlaugina í Laugardal, þar sem hún stóð norðan megin við Sundlaugarveg. Einnig væri skemmtilegt að fróðleik um sundiðkun í Laugarnesi yrði einnig komið á framfæri. Hvers vegna viltu láta gera það? Ekki margir sem vita hvar gamla sundlaugin stóð og hvernig stóð á tilurð hennar en árið 1824 hófst sundkennsla í Laugalæknum en hann hafði verið notaður í raun allt fram landnámi af íbúum svæðisins til þess að skola af sér og njóta heitavatns. Kostnaður yrði óverulegur en ávinningur fyrir fróðleiksfúsa íbúa hverfisins sem og ferðamenn mikill

Points

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information