Gufunesbær -leiktæki í anda stóra kastalans og salerni

Gufunesbær -leiktæki í anda stóra kastalans og salerni

Hvað viltu láta gera? Bæta við rólum, aparólu og smærri leiktækjum fyrir yngri börn til þess að öll fjölskyldan finni eitthvað við sitt hæfi á svæðinu. Mætti líka hafa bekk við "sullupollinn" svo að foreldrar geti látið fara vel um sig meðan börnin gleyma sér í sulluleik. Bæta við opinni salernisaðstöðu svo að maður geti komið gangandi og lendi ekki í vandræðum þegar börnin þurfa á klósettið og það er langt of að fara heim. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta er frábær útivistarperla sem mætti nýta svo miklu betur. Ég hef oft hikað við að fara þangað vegna vöntunar á salernisaðstöðu en væri til í að nota þetta svæði mun meira ef hún væri til staðar. Ég sé þetta svæði fyrir mér svolítið eins og Húsdýra- og fjölskyldugarð Grafarvogs, miðstöð þar sem börn geta komið saman um helgar og fengið útrás og ílengst útivið en Hlaðan og Gufunesbærinn eru ekki alltaf opin til að komast inn á klósett, svo þá þarf að hætta og fara heim.

Points

Það vantar nauðsynlega salernisaðstöðu í Gufunesið og þá heldur ódýrari lausn en verið hefur í tillögum hingað til.

Leiktæki sem eru til staðar eru alls ekki við hæfi börnum undir 6 ára. Það er mikil vöntun á leiktækjum fyrir yngri börn. Yngri börn nota td sullsvæðið alveg jafn miki og eldri börnin.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information