Setja hringtorg á gatnamótin Höfðabakki / Vesturhólar

Setja hringtorg á gatnamótin Höfðabakki / Vesturhólar

Hvað viltu láta gera? Nauðsynlegt er að ráðast í breytingar á gatnamótum Höfðabakka og Vesturhóla. Besta útfærslan væri eflaust hringtorg. Hvers vegna viltu láta gera það? Höfðabakki / Vesturhólar eru hættuleg gatnamót fyrir alla vegfarendur, bæði keyrandi, gangandi og hjólandi. Bílar keyrandi inn á gatnamótin frá Höfðabakka koma inn af brattri brekku og hafa þannig takmarkað skyggni. Bílar keyrandi suður frá Vesturhólum taka vinstri beygju niður Höfðabakkann í veg fyrir þessa aðila og þá sem koma norður frá. Þeir bílar sem koma norður frá hafa þann kost að taka frárein niður á Höfðabakkann með forgangi og hægja þannig ekki á sér. Allt þetta skapar rugling og þarf að fara sérstaklega gætilega að. Spegill er á gatnamótunum fyrir þá bíla sem koma frá Höfðabakkanum til að sjá þá sem koma suður Vesturhólana og öfugt, sem styður þetta mál, en oft er þessi spegill ónothæfur þegar hann er brotinn eða snjóað hefur yfir hann. Til viðbótar er innkeyrsla á bílastæði stórra blokka út frá gatnamótunum sem ruglar málið enn frekar. Til að bæta gráu ofan á svart er biðskýli strætó norðan megin við gatnamótin, Höfðabakka megin. Engin merkt gönguleið er fyrir gangandi vegfarendur yfir gatnamótin og eiga þeir því oft fótum sínum fjör að launa þegar þeir fara þar yfir. Með því að breyta þessum gatnamótum í hringtorg með góðri lýsingu verður ljósara hver á forgang auk þess sem bílar fara hægar yfir. Hægt væri að útfæra lausn fyrir gangandi samhliða.

Points

Myndi stórauka öryggið. Umferðin yrði greiðlegri og umferðarhraðinn yrði ekki eins mikill.

Fyrir það fyrsta var fáránlegt að loka fyrir vinstri beyjuna, þarna niður. Þarnast úrbætur strax umferðaþunginn of mikill úr öllum áttum, mjög þungur úr Breiðholti og yfir í Árbæinn!

Vá hvað ég hef einmitt oft hugsað þetta frábært hjá þér að koma með þessa hugmynd

Sökum öryggis í umferð

Myndi stórauka umferðaröryggi, það er erfitt að taka U beygju upp á gatnamótunum og oft á tíðum hættulegt

Mjög þarft þar sem umferð um svæðoð hefur aukist.

Það getur verið erfitt að komast þarna um i mikilla umferð

Þetta er svo þarft mál. Ef þessi tillaga hefði ekki nú þegar verið komið, þá hefði ég komið með hana. Vildi að það væri fyrir löngu búið að setja hringtorg þarna, þetta eru hættuleg gatnamót. Fólk sem kemur úr Bökkunum og ætlar í Árbæjarhverfið þarf að taka stórhættulega U beygju þarna (tala ekki um hversu oft maður lendir með bílinn upp á kanti í þessari U beygu og hversu oft maður hefur næstum lent í árekstri þarna). Þurfa slysin að gerast til að eitthvað sé gert? Mæli með að laga sem fyrst.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information