Göngu- og hjólastígur frá Eiðsgranda út fyrir Örfirisey

Göngu- og hjólastígur frá Eiðsgranda út fyrir Örfirisey

Hvað viltu láta gera? Að til verði heill (helst aðskilinn) göngu- og hjólastígur frá Eiðsgranda þar sem Seltjarnaresi sleppir og út fyrir Örfirisey þannig að hægt verði að ganga eða hjóla allan Grandann og út að Reykjavíkurhöfn. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er mikið líf úti á Granda og mikla þjónustu þar að sækja. Frá Eiðsgranda er nú göngustígur en hann er slitróttur þegar komið er hjá Ánanaustum og áfram hjá Örfirisey. Á svæðinu er mikil umferð og væri kostur að geta gengið eða hjólað um þetta svæði til að njóta útivistar meðfram sjónum eða til að sækja þjónustu án þess að þurfa reglulega að fara yfir umferðagötur til að komast leiðar sinnar. Þá er mikilvægt að aðskilja göngu- og hjólastíg betur, t.d. á Eiðsgranda og þar sem það væri hægt, til að tryggja öryggi vegfaranda. Myndi þetta vera áframhaldandi tenging og góð viðbót við þá göngu- og hjólastíga sem nú þegar liggja á Seltjarnarnesi í átt að Grandanum.

Points

Hver er tilgangurinn með þessum hjólastígum? Verið að greiða svaka peninga í þetta en svo eru hjólreiðamenn bara á götunum

Ekki mögulegt að kjósa Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til Reykjavíkurhafnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information