Laga göngustíg meðfram sjónum fyrir neðan Korpuhverfi

Laga göngustíg meðfram sjónum fyrir neðan Korpuhverfi

Hvað viltu láta gera? Það er kominn tími á að laga stíginn, hann er mjög skemmdur á köflum, oft eins og þvottabretti að hjóla hann. Hvers vegna viltu láta gera það? Grafarvogur er algjör útivistarperla gott væri að stígarnir væru endurnýjaðir þegar þeir eru orðnir skemmdir.

Points

Grafarvogur er algjör útivistarperla, og það er ekki bara gott væri að stígarnir séu endurnýjaðir þegar þeir eru orðnir skemmdir, heldur alveg bráðnauðsynlegt, þar sem þeir eru mikið notaðir af bæði gangandi og hjólandi íbúum, ekki bara Grafarvogsbúum, heldur Reykvíkingum öllum.

Stígum þarf að viðhalda , en þessi hugmynd eins og fleiri, gengur út á að nota pening sem getur farið í að bæta umhverfið í sjálfsagt viðhald.

Besta mál að laga stíginn, en alls ekki setja ljós við hann. Það eru forréttindi að geta gengið í myrkri

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information