Sæbrautargatnamót og möguleikar á undirgöngum

Sæbrautargatnamót og möguleikar á undirgöngum

Hvað viltu láta gera? Sæbraut/Langholtsvegur. Þar voru gatnamótin þrengd þannig að hægri beygja varð teppt að hluta og færri komast að þess vegna að ljósum. Hámark fjórir bílar ef allt gengur vel í hvora átt. Sæbraut/Sægarðar. Þar virðast gatnamótin vera friður ef litið er til líflegs villts trjágróðurs og ljósarofar fyrir gangandi eru verulega komnir til ára sinna. Sægarða til vesturs má breikka svo umferð til austurs tefji ekki. Sæbraut/Holtavegur að sunnanverðu. Burtu með óþarfa eyjur svo þær tefji ekki umferð til vesturs. Að lokum frá Blesugróf að endalokum Sæbrautar eru tvö undirgöng og ein brú á nánast sama svæðinu. Hvernig væri að skella í nokkur undirgöng ? Veit ekki fyrir víst hve margir vinna neðan Sæbrautar en þeir skipta þúsundum. Kærar þakkir. Hvers vegna viltu láta gera það? Draga úr slysahættu

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information