Útiklefar við sundlaug Grafarvogs

Útiklefar við sundlaug Grafarvogs

Hvað viltu láta gera? Byggja útiklefa fyrir sundlaugargesti við Grafarvogslaug þannig að gestir geti valið um hvort þeir nýti inni-búningsaðstöðu eða úti-búningsaðstöðu. Útiklefar eru mjög vinsælir á heitum sumardögum við vinsælustu sundlaugar landsins og einnig fyrir þá sem hafa verið vel og lengi í heitum pottunum á vetrardögum að nýta frekar útiklefana til að kæla sig niður áður en lagt er að stað heim að lokinni góðri sundlaugarferð. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að skapa ennþá meiri fjölbreytni í sundlaugaraðstöðunni og auka vinsældir Grafarvogslaugar enn meir...

Points

Ó já takk. Útiklefar eru nauðsynlegir allan ársins hring.

Útiklefar eru bestir

Absalút að fá útiklefa. Útiklefinn bætir svo miklu við upplifun og heilsubót sundferðarinnar allan ársins hring. Kul og ferskir vindar í heitri útisturtu toppa flest. Frískleikinn í loftinu bætir hressir og kætir í stað svona smá dasa sem kemur yfir mann í inniklefunum eftir sundið. Bendi á útiklefana við Sundlaug Kópavogs á Kársnesinu því þeir eru best hönnuðu útiklefar á landinu bæði mtt veðráttu og notagildis að öðru leyti - allvega mín upplifun og einlæg skoðun :)

Þessi hugmynd er send sem ábending til sundlaugar Grafarvogs. Kosningarnar standa yfir frá 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is

tilhvers að eiða sameiginlegum sjóðum í útiklefa þar sem nó er af inniklefum þarna í Grafarvogslauginni.

mikil heilsubót og ferskt loft

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information