Hvað viltu láta gera? Gatnamótin við Úlfarsbraut og Freyjubrunn þurfa biðskyldu. Hvers vegna viltu láta gera það? Klukkan 7:30 á mornanna byrjar flautukórinn þegar menn svínna kriss kross á hvorn annan vegna þess að það er hægriréttur. Ég er reglulega að lenda í því að svínað er á mig í hægri rétti og fólk virðist ekki átta sig á því að það sé hægri réttur. Þetta er mjög blint horn og erfitt að sjá bíla koma á fullri ferð upp brekkuna. Þetta er vægast sagt hættulegt og frekar leiðinlegt að búia við þetta horn þegar (án þess að ýkja ) flesta morngna er flautað og stundum oft sama morguninn. Það er erfitt að sofa við þetta
Það er hætta til hægri, þannig "bílstjórum" ber að stoppa fyrir bílum sem koma þeim á hægri hönd. Trúlega er þetta ekki kennt lengur í ökuskólum.
Sammála, ég myndi vilja fá biðskyldumerki á öll gatnamótin í hverfinu. Þessi hægri réttur er bara vesen. Ég var sjálf nokkrar vikur að átta mig á að svo væri og svo held ég að flestir gestir og aðrir sem koma sjaldan séu alveg úti á túni með þetta. Öruggara fyrir alla að hafa biðskyldu.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation