Lengri afrein inn á Seljaskóga

Lengri afrein inn á Seljaskóga

Hvað viltu láta gera? Ég legg til að gerð verði lengri hægri afrein frá Breiðholtsbrautinni, inn á Seljaskógana, það myndast oft mikil umferðastífla á Breiðholtsbrautinni vegna bíla sem ætla að beygja inn á Seljaskógana. Ég veit að þarna eru undirgöng, en ef vilji er til þess hjá Borgaryfirvöldum, að létta álagið á þessu horni, þá er trúlega hægt að lengja undirgöngin líka. ATH - Einnig legg ég líka til að þau verði lengd og komi upp hinum megin við Seljaskóga - það er samt önnur tilllaga - sem heitir "Ný og betri/ öruggari undirgöng við Seljaskóga" Hvers vegna viltu láta gera það? Það myndast löng röð niður Breiðholtsbrautina og veldur óþarfa stíflum og hættum í umferðinni

Points

léttir á umferð með því að minnka biðröð á annatímum.

Bílaröðin inn í Seljaskóga getur á álagstímum náð inn á Breiðholtsbrautin sem getur skapað mikla hættu, enda mikill hraði á Breiðholtsbrautinni.

Sammála...á álagstíma eru þetta afar erfið gatnamót

Ég er mjög fylgjandi lengingu afreinar af Breiðholtsbraut inn á Seljaskóga. Ef tveir bílar bíða á rauðu ljósi á Breiðholtsbraut komast menn ekki inn á Seljaskóga fyrr en grænt kviknar.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information