Ylrækt að Hagaseli 23

Ylrækt að Hagaseli 23

Hvað viltu láta gera? Byggja ylræktarhús að Hagaseli 23 þar sem íbúar hverfisins geta leigt sér pláss til að rækta grænmeti og krydd. Einnig aðstaða fyrir skóla og leikskóla til ræktunar eigin grænmetis. Hægt að hafa kósýhorn til að setjast niður yfir kaffibolla. Hvers vegna viltu láta gera það? Myndi styrkja hverfið og í stað þess að rekast á nágranna hjá kaupmanninum á horninu (sem varla er til lengur) rekst maður á þá í "ræktinni". Eykur á gæði græna beltisins sem rennur niður dalinn, frá Seljaskóla að ÍR. Umhverfisvænt og grænt.

Points

Sæl Sóley það er mikil þörf á stað fyrir fólk að rækta í sínu nágrenni og þá sérstaklega í gróðurhúsi. Það er stórgóð hugmynd að nota meira afffalsvatn til að gera borgina sjálfbærari og nota í ræktun. Þú mátt endilega kynna þér okkur í Seljagarði borgarbýli, við erum með gróðurhús þar og samfélag í ræktun. Skoðaðu wwwseljagardur.is. En ætla að styðja og deila þessari hugmynd hjá þér.

Virkilega góð og frumleg hugmynd sem ég mundi fagna i mínu nærumhverfi - veit ekki til þess að þetta sé i öðrum hverfum og þvi ákveðið fordæmis-verkefni sem mögulega væri hægt að koma á í öðrum hverfum borgarinna...ef vel tekst til. Styð þessa hugmynd heilshugar.

Frábær hugmynd. Ölduselsskóli myndi vel geta nýtt sér þetta.

Félagslegur styrkur fyrir hverfið. Lærdómsríkt fyrir yngri kynslóðina. Umhverfisvænt. Sjálfbærni.

Frábær hugmynd. Þetta væri gott tækifæri fyrir skóla og leikskóla hverfisins til kenna matjurta- og blómaræktun auk þess sem þetta myndi verða til þess að ýta undir blómstrandi mannlíf.

Leiksólar, grunnskólar og íbúar Seljahlíðar gætu nýtt sér ylræktarhúsið vel, auk annarra íbúa hverfisins. Góð iðja og félagsleg samskipti fara þarna saman. Vantar eitthvað þessháttar í hverfið.

Gæti verið lítil gróðurhúsaþyrping með útiræktun líka. Eða bara einhverskonar ylrækt

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar. Það er ekki á færi verkefnisins Hverfið mitt að byggja húsnæði. Kosningarnar standa yfir dagana 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Mundu að stjörnumerkja þína uppáhalds hugmynd og gefa henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information