Garður í stað umferðarmannvirkja

Garður í stað umferðarmannvirkja

Hvað viltu láta gera? Breyta Hagatorgi úr umferðarmannvirki í garð Hvers vegna viltu láta gera það? Með breytingunni yrðu skólarnir á svæðinu (Hagaskóli, Melaskóli og Hagaborg) tengdir með barnvænum garði sem gerði miðju hverfisins að stað fyrir börn og fullorðna í stað þess að vera eyðilegt umferðarmannvirki. Slíkur garður myndi einnig nýtast skátunum, sem eru með aðstöðu í íþróttahúsi Hagaskóla og tengja lóðina í kringum Neskirkju við stærra útivistarsvæði. Með slíkri breytingu myndi líka skapast pláss til að byggja við Melaskóla - einfaldlega lengja gömlu bygginguna og þannig leysa bæði húsnæðisvanda skólans og aðgengisvanda. Garður sem þessi myndi gjörbreyta allri aðstöðu fyrir börn, ekki síst í Melaskóla og Hagaborg. En hann myndi líka breyta eðli hverfisins með því að gefa því miðju sem væri miðuð fyrir þá sem eru í hverfinu en ekki bara þá sem vilja keyra í gegnum hverfið. Hugmyndin er ekki ný. Hilmar Þór Björnsson setti fram hugmynd fyrir mörgum árum (sjá mynd) sem gengur reyndar lengra. Hér er bloggfærsla frá 2011: http://blog.pressan.is/arkitektur/2011/10/19/vesturbaer-sunnan-hringbrautar/ Ég held að breyting á Hagatorgi og Neshaga á milli Melaskóla og íþróttahússins væri góð byrjun.

Points

Td. Hagatorgið. Þetta er risastór vannýtt grasflöt, sem þarf að nýta betur og tengja við mannlífið, td. göngustíga í almennar göngustefnur, skjólbeltir og fleira.

Margt bendir til þess að útivera barna á Íslandi sé að minnka. Áhrif útiveru eru fjölþætt á heilsu, velferð og þroska barna. Hún er einnig grunnur að því að skapa tengsl barna við umhverfi sitt og náttúru sem er ein mikilvægasta forsenda sjálfbærra lífshátta. Það svæði sem hér er kynnt getur haft mjög jákvæð áhrif á börn og í raun fólk á öllum aldri.

Það er margt sem mælir með þessari breytingu. Hverfið yrði miklu barnvænna, skólabörnin fengju betra rými fyrir útiveru og íbúar hverfisins fengju miðju þar sem hægt væri að njóta lífsins í Vesturbænum. Umferðin gæti farið annars vegar niður Dunhagi og hins vegar niður Hagamel, annað hvort alla leið niður að Kapplaskjólsvegi eða niður á Furumel og áfram niður Neshaga eins og núna.

Ein af bestu hugmyndunum á Betri Reykjavík. Þetta svæði er bílaeyðimörk og þessar breytingar myndu gera svo mikið fyrir hverfið, færa meira líf inn í það, og skapa útivistarsvæði fyrir börnin, þannig að þau sjái eitthvað meira en bara steyptan skólavöll sem er barn síns tíma. Allir ættu að lesa þetta og skoða þessa síðu: https://www.pps.org/article/what-is-placemaking

Very interesting project. We all need more places of this kind.

Í raun þyrfti þá að tengja birkimel og Dunhaga beint og afleggja þessi einkennilegu umferðarmannvirki fyrir frama Háskólabíó og Sögu sem eru vegna þess að það var vinstriumferð þegar þau voru hönnuð. Þá yrði einstefna í hina áttina meðfram Háskólabíói frá Dunhaga og einstefna meðfram Sögu í áttina að Birkimel. Nóg pláss til að búa til gott útskot fyrir strætó beggja megin götunnar fyrir framan Sögu.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Tímabær breyting. Gera má útaf við þetta hringtorg, enda ljóst að umferðin gengi greitt fyrir sig án þess. Krakkar í Hagaskóla staulast dag hvern þvert yfir eyðilegt hringtorgið til þess að kaupa sér nammi á bensínstöðinni og það er ankannalegt að fylgjast með þeim ferðast yfir sléttuna til baka. Þetta gæti í staðinn verið mannvænlegt umhverfi með trjám, gangbrautum, hjólastíg, bekkjum, leikvelli og Guð veit hverju fleira.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information