Tröppur á vatnstankinn við Háteigsveg

Tröppur á vatnstankinn við Háteigsveg

Hvað viltu láta gera? Ég legg til að settar verði tröppur upp á vatnstankinn við Háteigsveg, að norðanverður þar sem inngangur er inn í tankinn. Hvers vegna viltu láta gera það? Tankurinn er notaður af íbúum hverfisins og ferðamönnum til að njóta þar útsýnis. Þetta á ekki síst við á menningarnótt og gamlárskvöld þegar fólk hópast þangað upp til að njóta flugelda. Eldra fólk og fólk með hreyfihamlanir á í erfiðleikum með að komast upp grasbrekkurnar og oft reynist erfiðara að fara niður aftur.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Góðan dag. Var að spá í að senda þessa tillögu aftur en sá þá að hún er ekki tæk. Af hverju er það?

Þessi hugmynd hefur verið send inn áður en ekki fengið brautargengi þar sem Vatnsgeymirinn er ekki í eigu borgarinnar. Hann er í eigu Orkuveitunnar sem er borgarfyrirtæki. Það ætti að vera hægur leikur að fá OR í lið með eigendum sínum í að hrinda þessu í framkvæmd.

Sæll. Já kannski að maður hafi samband við OR.

Góð hugmynd. Það má efla betur svona opna útsýnisstaði.

Þetta er einn besti útsýnisstaðurinn í hverfinu. Núverandi ástand er óboðlegt þar sem það er hreinlega hættulegt að reyna að fara upp á snjó eða hálku. Þetta er líka vinsæl sleðabrekka. Það voru tröppur þarna upp fyrir nokkrum árum en voru teknar þegar gras á geymunum var endurnýjað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information