Lækkum skatta

Lækkum skatta

Hvað viltu láta gera? Skiljum meira af sjálfaflafé fólks eftir í vösum þess sjálfs. Fólk fegrar hverfið með sínum eigin hætti. Hvers vegna viltu láta gera það? Fólk velur best verkefnin sjálft með eigin fjármunum.

Points

Kjarabót fyrir alla.

Í góðu árferði hafa stjórnvöld siðferðilega skyldu til að skila til baka því sem þau tóku sér þegar harðnaði á dalnum. Ef þau gera það ekki þá eru þau að svíkja almenning.

lækkum álögurnar

Borgin á að sinna lögbundnum verkefnum fyrir innheimta skatta, en það hefur sýnt sig að stjórnendur borgarinnar hafa farið út fyrir það skilgreinda verksvið. Betra væri að lækka skatta og álögur og virkja þannig einstaklingsframtakið í þágu uppbyggingar, í stað þess að stjórnmálamenn handstýri fjármunum borgarbúa í gæluverkefni.

Óteljandi dæmi sýna okkur að borgin fer ótrúlega illa með skattfé, því ber að linna, en það sýnir okkur líka að skattheimtan er allt of mikil. Ábyrgð borgarstjórnar á núverandi stöðu kjaramála er líka mikil ekki aðeins vegna hámarksskatta og óraðsíu, staða húsnæðismála í borginni er einn megin þátta þar. Það er kominn tími til að rekstur borgarinnar verði samfélagslega uppbyggilegur, í stað þeirrar andhverfu þess, sem hann hefur verið alltof lengi.

Með útsvarið og fasteignaskatta í botni þá er kominn tími til að leyfa þeim sem afla teknanna að njóta þeirra í meira mæli en hefur tíðkast hjá borginni.

Auðvitað að lækka skatta, þá getur borginn fækkað leikskólum, hætt með lengri viðveru í skólum, hætt með bóksöfn, selt sundlaugar og hætt rekstri á þeim, hætt með Borgarleikhúsið. Því að með lægri sköttum hefur fólk fleirri krónur sem það ræður sjálft hvað það notar þær.

Ekki lækka skatta heldur nýta þá betur

Tími kominn á skattalækkanir.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem ekki er um að ræða eiginlegt nýframkvæmda- eða viðhaldsverkefni. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information