Útiæfingatæki í Hljómskálagarð

Útiæfingatæki í Hljómskálagarð

Hvað viltu láta gera? Setja upp lítið æfingasvæði með tækjum svosem upphífingarstöng, magaæfingabretti og dýfuslá í suðurenda Hljómskálagarðsins þar sem leiktækin og grillaðastaðan er. Hvers vegna viltu láta gera það? Margir hlaupa eða ganga í gegnum Hljómskálagarðinn sér til skemmtunar eða æfingar. Það væri frábært er það væri aðstaða þar til frekari líkamlegrar æfingar eða fyrir teygjur. Slíkar aðstöður eru á öðrum stöðum í Reykjavík og því tilvalið að setja upp slíka aðstöðu í Hljómskálagarðinum. Þetta er að finna í flestum almenningsgörðum erlendis.

Points

Þessa aðstöðu sárvantar í Hljómskálagarðinn, ekki bara fyrir hlaupara líka borgara sem eiga leið í garðinn og vilja "leika" sér og efla heilsuna. Tækin verða þó að vera vönduð og "high end" smíði alls ekki úr tré heldur málmi sem ryðgar ekki, þá verða þau að þola veðurfarið hér og geta nýst allan ársins hring. Tækin mega ekki bara vera fyrir karlmenn ;-) og gott að róðrartæki / stigvél verði með. Í skóginum hjá styttugarðinum er skjólgott og meira næði en í endanum þar sem leikvöllurinn er.

Frábært til að auka fjölbreytni í æfingum fyrir útihlaupara

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information