Ný og betri vaðlaug í Árbæjarlaug

Ný og betri vaðlaug í Árbæjarlaug

Hvað viltu láta gera? Bæta aðstöðu fólks með ung börn með því að setja nýja ungbarnarennibraut líkt og er í sundlaug mosfellsbæjar, sundlaug Kópavogs ofl stöðum í upphitaðri vaðlaug. Hvers vegna viltu láta gera það? Fílarennibrautin sem stendur í Árbæjarlaug er ekki notuð af ungum börnum vegna þess hve brött hún er, það vantar afþreyingu fyrir börn á aldrinum 2-5 ára í Árbæjarlaug í upphitaðri vaðlaug. Hitastigið í lauginni þar sem fílinn stendur er of kalt og því hrúgast allt barnafólkið í sama heita pottinn þar sem ekkert er við að vera fyrir börnin. Hverfisbúar með ung börn leita oftar en ekki í sundlaugar nágrannasveitarfélaga. Verkefnið Hverfið mitt er kjörinn vettvangur til að bæta sundlaugarnar eftir óskum og þörfum íbúana þar sem þær eru gjarnan hjarta hverfisins.

Points

Það þarf ekkert fleira í Árbæjarlaug, það er kaldur pottur á leiðinni!👎

Mjög mörg lítil börn hafa gaman af þessari rennibraut og vaðlaugin er í þægilegu hitastigi fyrir krakka sem eru að leika sér og hreyfa sig mikið. Innilaugin er frábær fyrir minnstu börnin sem eru hvort eð er undir eftirliti fullorðinna. Mögulega hægt að setja rennibraut þar? Árbæjarlaug er frábær laug fyrir fólk með ungabörn og ég keyrði alltaf þangað úr öðru hverfi með mín börn lítil áður en ég flutti í hverfið. Það er mun frekar að það vanti eitthvað í laugina fyrir eldri börn.

Sameinuð hugmynd Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er mjög svipuð annarri hugmynd sem kosið verður um og heitir Barnaleikjasundlaug í árbæjarlaug. Hugmyndinni þinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information