Áhugaverð leiktæki á skólalóð Hlíðaskóla fyrir miðstig

Áhugaverð leiktæki á skólalóð Hlíðaskóla fyrir miðstig

Hvað viltu láta gera? Setja upp skemmtileg leiktæki fyrir nemendur miðstigs Hlíðaskóla. Hvers vegna viltu láta gera það? Á meðfylgjandi mynd sést svæðið sem þau hafa til að leika sér í frímínútum. Þar eru engin leiktæki. Leiktæki eru við vesturhluta skólans en þau eru ætluð yngri stigum. Börnunum er skylt að fara út í frímínútum en þar er lítið við að vera.

Points

Nauðsynlegt að hafa eitthvað skemmtilegt fyrir krakkana að gera í frímínútum. Svæðið er mjög óspennandi eins og það er núna.

Algjörlega ! Þessir krakkar hafa ekkert fyrir sig í frímínútum

Skólalóðin sem krakkarnir á miðstigi hafa aðgang að er einstaklega óspennandi og lítið við að vera.

Það er skólaskylda í landinu og frímínútur eru partur af skólastarfinu og leiktækin því partur af námsgögnum. Í frímínútum fá krakkarnir hvíld frá bókum og tækifæri til að auka félagsþroska sinn. En ef ekkert er við að vera eru krakkarnir líklegri til að hanga í símunum sínum og með þessu afskiptaleysi er Reykjavíkurborg einmitt að ýta undir símanotkun í stað þess að hvetja þau til leiks. Leiktæki ættu að vera partur af grunnþjónustu við grunnskólanemendur en ekki kosningamál.

Á útisvæðinu í Hlíðaskóla sem ætlaði er nemendum á miðstigi eru engin leiktæki. Það verður að bæta úr því. Krakkarnir kvarta sjálfir yfir þessu. Það verður að hlusta á þau

Miklabraut það mikil umferðagata þannig að það vantar meiri leiksvæði fyrir alla aldurshópa norðan við Miklubraut

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information