Göng undir Sæbraut við Súðarvog

Göng undir Sæbraut við Súðarvog

Hvað viltu láta gera? Göng undir Sæbraut við Súðarvog fyrir gangandi og hjólandi umferð Hvers vegna viltu láta gera það? Gangadi og hjólandi umferð yfir umferðarljósin gatnamótum Sæbrautar og Súðarvogs er umtalsverð. Það hafa verið gerðar mjög góðar samgöngubætur á svæðinu í kring bæði með samgöngubrúnum yfir Elliðaár og stígum beggja vegna Sæbrautar en Sæbrautin sker á þær leiðir. Einnig er nýtt hverfi í uppbyggingu á gamla iðnaðarsvæðinu í vogunum og er mikilvægt að bæta aðgengi gangandi og hjólandi í og úr hverfinu. Umferð á Sæbraut er bæði mikil og hröð og því mikilvægt að koma með örugga leið milli hverfanna.

Points

Tryggja öryggi gangandi og hjólandi um gatnamótin. Rofi sem er mælt með að verði notaður til að tryggja styttri biðtíma við ljósin hefur engin áhrif á biðtíma þeirra sem ætla að fara yfir götuna. Þannig er það allstaðar í borginni. Þó ýtt sé á hnappinn er biðtíminn alltaf miðaður við að bílana. Það þarf að hugsa út í það að gangandi og hjólandi þurfa að bíða í sama hvaða verði, rigningu, roki, snjókomu eftir að komast yfir götuna meðan ökumenn sitja í skjóli og hit i bílunum. Þess vegna göng

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information