Hænsnakofar í völdum hverfum í Breiðholti

Hænsnakofar í völdum hverfum í Breiðholti

Hvað viltu láta gera? Ég vil að hænsnakofar verði settir upp á völdum stöðum í hverfinu svo fólk geti ræktað hænur og fengið egg. Hvers vegna viltu láta gera það? Hugmyndin er sú að borgin myndi reisa hænsnakofa fyrir almenning. Þar gæti fólk sem hefði áhuga séð um hænur í sameiningu. Það þyrfti þá að borga þar einhverja leigu og fóður, sjá um kofann og að sjálfsögðu hirða eggin. Rétt eins og um sameiginlega matjurtagarð væri að ræða nema bara hænur. Ég hef séð slíka hænsnakofa í völdum hverfum í Danmörku og hefur reynst íbúum vel. Það er líka skemmtilegt bæði fyrir börn og fullorða að virða fyrir sér hænurnar í hænsnakofunum. Ég sé svona hænsnakofa fyrir mér í bökkunum í neðra Breiðholti og í hólahverfinu í efra Breiðholti.

Points

Æðisleg hugmynd!

Sæl Sólrún Ösp við erum opin fyrir svona pælingum í Seljagarði borgarbýli. Það er meiri viðvera sem er þörf fyrir hænur en grænmetisrækt svo það myndi vera gagnlegt að gera þetta í samvinnu. Svo væri mögulega hægt að fá landnámshænur að láni yfir ef erfitt reynist að sinna þeim allt árið. Endilega skoðaðu a www.seljagardur.is Annars styð ég þess hugmynd hvar svo sem hún verður.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar. Hægt er að sækja um leyfi fyrir hænsnahaldi hér https://reykjavik.is/thjonusta/haensnahald Kosningarnar standa yfir dagana 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Mundu að stjörnumerkja þína uppáhalds hugmynd og gefa henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information