Lagning gangstéttar eftir Austurbergi

Lagning gangstéttar eftir Austurbergi

Það vantar sárlega að koma fyrir gangstétt eftir Austurbergi. Það er gangstétt og bílastæði hjá Leiknishúsinu, sundlauginni en þegar komið er á bílastæðið við FB er engin gangstétt. En þar er grasbali við götuna sem getur nýst sem gangstétt. Börn sem eiga leið úr Hólabrekkuskóla og í Gerðuberg, tónlistarskólann eða frístundaheimilið við Hraunberg hafa enga gangstétt til að ganga eftir á þessari leið, að undirgöngunum við Gerðuberg. Þetta myndi auka umferðaröryggi skólabarnanna og annarra.

Points

Skortur á umferðaröryggi við svæði eins og þetta, þar sem mikil umferð barna er, bæði í tómstundir og til og frá skóla hefur áhrif á lífsgæði okkar sem búum í hverfinu. Þetta er lítil framkvæmd sem getur haft mikil og góð áhrif.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information