Málað hjólastíg á Langholtsveg

Málað hjólastíg á Langholtsveg

Hvað viltu láta gera? Merki fyrir hjólreiðar er á Langholtsvegi en þau eru óljós, langt á milli þeirra og ekki áberandi. Því ætti að mála línu meðfram leiðinni til að bílar sem keyra framhja sjái hjólreiðastíginn og verði því tillitssamir gagnvart honum og hjólreiðamönnum. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að auka hjólreiðar

Points

Minnir ökumenn á að þeir eru ekki einir í umferðinni og þeir hafi ekki einkarétt á samgönguæðum borgarinnar. Það á enginn að hjóla á gangstéttunum meðfram Langholtsvegi vegna þeirrar einföldu ástæðu að þar er of mikið af inn og útkeyrslum og inngöngum að íbúðum. "Hjólavísar" í götustæði auka alltaf öryggi hjólreiðafólks og minni auk þess ökumenn á að það eru til fleyri samgönguhættir en bíllinn.

Hjólreiðamerkingarnar sem eru nú þegar sjást heldur ekki þar sem að bílum er lagt meðfram gangstétt eftir Langholtsveginum endilöngum, oft yfir eða alveg ofan í hjólreiðamerkingum. Erfitt er að sjá hvaða pláss á veginum er ætlað fyrir hjól. Það sama má segja um svipaðar merkingar á Laugarásvegi. Bílum er svo lagt ólöglega víðs vegar um hverfið (á bulum línum, ofan í hraðahindrunum, etc.) sem stefnir gangandi og hjólandi í hættu. Sérstaklega börnum.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information