Bílastæðamál í Seljahverfinu

Bílastæðamál í Seljahverfinu

Hvað viltu láta gera? Fjölga bílastæðum, hægt að hafa það mjög snyrtilegt og fínt. Væri líka mjög sniðugt að búa til sér bílastæði fyrir atvinnutæki, rútur ofrv. Óþolandi þegar þau leggja í 1-2 stæði á fólksbílaplaninu. Hvers vegna viltu láta gera það? Ég held að þetta muni minnka óánægju íbúa og auka líkur á að fólk vilji búa í þessu frábæra hverfi lengur :)

Points

Ja takk. Mikil þörf a stæðum með stækkandi heimilum. Margir sem erum lengur með börn heima sem eru a bíl og þvi 1.7 stæði a heimili ekki nóg. Og hví ekki að breyta svæðinu fyrir framan Engjasel 1 - 9 i bílastæði þar sem um alveg ónýtt svæði er að ræða.

Bý í bakkaselinu og díla víð að finna stæði á hverjum einasta degi.

Sammála. Vantar klárlega stæði fyrir fólksbíla svo og stærri bíla. Þetta fólk sem byr klárlega hér

Breiðholt er að verða eins og 101 hvað bílastæði varðar þó ekki sé skortur á túnum og öðrum svæðum sem nýtast engum til góðs. Breytum því í bílastæði takk fyrir og ekki væri vitlaust að hafa hleðslustöðvar við einhver þeirra. Fólk er nefnilega að færa sig af bensín/dísel yfir á rafmagnsbíla og nei, það vill enginn hjóla eða taka strætó hér á landi þar sem er slæmt veður alla jafna. Borgarstjórn þarf að fara að horfast í augu við það!

Vil klárlega fleiri bílastæði - en ekki fyrir rútur og atvinnutæki - bara fyrir fólkið sem á heima þarna. Atvinnutæki þurfa að leggja annarstaðar en í hverfinu....

Veitir ekki af að fá góð bílastæði. Hverfið var byggt upp á þeim tíma þegar fólk átti kannski einn bíl. Ísland verður aldrei Köben það er staðreynd svo fólkið þarf bílastæði.

Frábært

Það er óþolandi að koma heim til sín á kvöldin og engin bílastæði, kanski 5- 6 vinnubílar á stæðunum, og þarf að leggja à gangstéttum og leiksvæðum, það voru tekin stæði sem voru fyrir stærri bíla og tæki þegar göngubrúnna yfir Breiðhotsbrautina var byggð og ekki neitt komið í staðin.

Það er komin tími til að þessi blessaða borgarstjórn fari að hugsa um bílana líka, fararkostinn sem að langflestir kjósa að nota, ekki bara hugsa um reiðhjólin, við búum nefnilega ekki á Spáni.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Fjölgun bílastæða er stefnumál sem stöðugt er til umfjöllunar og úrvinnslu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Frábært. Styð þetta heilshugar. Hér vantar mikið af bílastæðum bæði fyrir fólksbíla svo og stætti ökutæki.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information