Einstefna á Tjarnargötu milli Skothúsvegar og Hringbrautar

Einstefna á Tjarnargötu milli Skothúsvegar og Hringbrautar

Hvað viltu láta gera? Gera syðri hluta Tjarnargötu (milli Skothúsvegar og Hringbrautar) að einstefnuakstursgötu í suðurátt. Ekið verði inn frá Skothúsvegi. Hvers vegna viltu láta gera það? Frá því að Suðurgata var gerð að einstefnuakstursgötu (í suðurátt) hefur umferð um Tjarnargötu margfaldast. Fjöldi bíla ekur inn inn á Tjarnargötu frá Hringbraut á miklum hraða og draga ekki úr honum þó svo hámarkshraði sé þar 30km/klst. Það er lagt beggja megin við götuna og á virkum dögum er lagt í öll bílastæði, enda eru þau gjaldfrjáls og margir sem vinna í miðbænum nýta sér það. Þá er einungis hægt að mæta bíl með því að skáskjóta sér inn í innkeyrslur. Þetta veldur miklum töfum fyrir íbúa við götuna sem þurfa að aka í suðurátt til að komast út á Hringraut. Við þennan hluta Tjarnargötu eru íbúðarhús beggja megin og nokkrar íbúðir í flestum þeirra, en hverju húsi fylgir einungis ein innkeyrsla að bílskúr. Mikil umferð gangandi og hjólandi fólks er um götuna og skapast oft mikil hætta vegna umferðarhraða, sérstaklega á gatnamótum Tjarnargötu og Hringbrautar. Strætisvagnar stoppa vestan Tjarnargötu og þeir sem koma með þeim á leið í Háskóla Íslands þurfa að ganga yfir Tjarnargötu áður en þeir fara yfir Hringbraut á umferðarljósum. Oft hefur legið við stórslysi þegar bílar aka viðstöðulaust, á miklum hraða inn í Tjarnargötu af Hringbraut. Það er mikilvægt að verði syðri hluti Tjarnargötu gerður að einstefnuakstursgötu verði ekið inn í hana í suðurátt frá Skothúsvegi þar sem hætta skapast af hraðri umferð til norðurs frá Hringbraut.

Points

Oft mikil hætta af bifreiðum sem koma á mikilli ferð af Hringbraut inn á Tjarnargötu. Stórlega er dregið úr þessari hættu með því að taka upp einstefnu á þessum hluta Tjarnargötunnar til suðurs frá Skothúsvegi.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information