Setja upp listrænt ljósaskilti á Lækjartorgi

Setja upp listrænt ljósaskilti á Lækjartorgi

Hvað viltu láta gera? Setja upp ljósaskilti á Lækjartorgi þar sem að listamenn og almenningur getur, í gegnum vefsíða á símum, sent myndir og myndbönd á ljósaskiltið þar sem að gervigreind breytir myndum í pixla. Harpan er með 714 pixla fyrir sín ljós og við leggjum til svipað eða 700 - 900 pixla þó að skiltið yrði mikið minna, kannski 5x3 metrar. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta mundi lífga upp á Lækjartorg og búa til skemmtilega gagnvirka stemmingu. Listamenn gætu pantað tíma í gegnum vefsíða til að sýna lengri listaverk. Þetta mundi kallast á við ljósasýningu á Hörpunni og hugsanlega hægt að tengja þau bæði saman á stundum.

Points

We've run similar projects over the last few years on Harpa (such as PONG and https://tinymassive.io/), and this is a fantastic way to add a continually changing, dynamic and unique public artwork to downtown. With Harpa soon to be shadowed by new buildings, this project (with careful curation) could breathe some new life into the square.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Haldin voru opin hús í hverfum borgarinnar í samstarfi við þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem íbúar fengu að stilla upp kjörseðli með því að veita allt að 25 hugmyndum atkvæði sitt. Þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Þar sem við þurfum bara mjög gróf LED borð eru ættu þau ekki að vera dýr. Hér er hlekkur í LED borð sem ættu að virka. það sem verður dýrara er að finna þessu stað, setja upp og viðhalda. https://www.alibaba.com/product-detail/Shenzhen-factory-P6-64-32-dot_60802146044.html?spm=a2700.details.maylikeexp.1.25e238e3OYSIfk

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information