Stytta af Laufeyju Jakobsdóttur bjargvætti í Grjótaþorpinu

Stytta af Laufeyju Jakobsdóttur bjargvætti í Grjótaþorpinu

Hvað viltu láta gera? Ég vil að reist verði höggmynd í Grjótaþorpinu til heiðurs Laufeyju Jakobsdóttur. Hvers vegna viltu láta gera það? Laufey Jakobsdóttir, einnig kölluð amman í Grjótaþorpinu eða bjargvætturinn, setti svip sinn á líf í Reykjavík á 20. öld. Hún var meðal annars einn stofnenda kvennalistans, barðist fyrir friðun gamalla húsa og málefnum aldraðra. Þá var henni umhugað um málefni unglinga og stóð vörð um ungar konur sem áttu leið um Grjótaþorpið á síðkvöldum. Það væri mikill sómi af því að heiðra minningu hennar. Hér má finna meiri upplýsingar um Laufeyju (http://borgarsogusafn.is/sites/borgarsogusafn.is/files/atoms/files/laufey-jakobsdottir.pdf) Höggmyndina mætti einnig staðsetja á Ingólfstorgi, en þar væri hún sýnilegri og þó nálæg upprunanum.

Points

hvunndagshetja sem vert er að minnast

Margir sem muna hana, frábær hugmynd. Hún kom mörgu barninu til hjálpar!

Frábært væri að minnast Laufeyjar „ömmunnar í Grjótaþorpi". Þarf ekki endilega að vera hefðbundin höggmynd. Mætti eins vera hvers konar minningarmörk. Má þá nefna sem dæmi minningarmörk um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur sem gerð voru við Þingholtsstræti.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Styttur af mannfólki í almenningsrými eru að jafnaði valin að undangenginni samkeppni á meðal listamanna og eru þeim þá gefnar frjálsar hendur hvað varðar útfærslu hugmynda. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október -14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Mikilvægt að minnast hennar

Laufey má ekki gleymast og er áminning um fólk sem stígur út fyrir hefðbundin ramma til að vernda og hjálpa öðrum.

Einstakur mannvinur og aðstoðaði mörg ungmenni af minni kynslóð

Mann-og barnavinur sem lagði mikið af mörkum fyrir ungmenni

Frabær hugmynd sem ég styð heilshugar

Laufey á skilið að fá heiðursmerki fyrir alla þá óeigingjörnu vinnu sem hún sinnti sem á sínum árum

Minnsta sem Reykjavíkurborg getur gert til að heiðra þessa mögnuðu konu. Hún er mikilvæg íslenskri sögu, hún er bjargvætturinn í Grjótaþorpinu, var áhrifamanneskja í pólítík, jafnréttis- og félagsmálum og hjálpaði unglingum í vandræðum og erfiðum aðstæðum. Hægt væri að telja upp framlag hennar í allan Ég vil sjá styttu af henni í Grjótaþorpinu til að fólk læri um hana og minnist hennar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information