Lífgum upp á hinn frábæra Stóraróló

Lífgum upp á hinn frábæra Stóraróló

Hvað viltu láta gera? Bæta svæðið við róluvöllinn bakvið Granaskjól og Frostaskjól (stóraróló) með því að bæta við tækjum, borðum og jafnvel yfirbyggja að einhverju leiti. Nýtum eitt af þeim mörgu leiksvæðum sem eru til nú þegar, til að lágmarka kostnað. Frábært svæði, aðgengi og einstaklega góð staðsetning. Ef til kæmi til yfirbyggingar að einhverju leiti myndi það gera fólki kleift að fara oftar út með börnunum í verri veðrum. Þá mætti setja fleiri tæki t.d. ungbarnarólu, aparólu, "hringekkju", trampolín ásamt borðum og bekkjum og gera þetta vel staðsetta svæði að vinsælu svæði fyrir alla (líkt og það var fyrir mörgum árum). Hvers vegna viltu láta gera það? Hvetja til aukinnar útiveru, hreyfingar og samveru nágranna. Þetta svæði er falin perla. Frábær staðsetning með tilliti til aðgengis alls 107 hverfisins. Vesturbærinn er með fjöldan allan af flottum róluvöllum, sér í lagi þegar farið er í átt eldri hlutar bæjarins en þetta tiltekna svæði, kringum skjólin, má vel við alvöru, flottum róló. Landsvæðið er einnig tilvalið. Flatt svæði og einstaklega gott aðgengi fyrir fatlaða og unga sem aldna. Stórt svæði og skjólgott sem mætti gera miklu betra. Lögð er áhersla á að nýta eitt af þeim fjölmörgu leiksvæðum sem eru til staðar nú þegar upp á kostnað að gera. Góður grunnur er þarna nú þegar.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information