gönguljós á skólavörðuholt við Eiríksgötu/Skólavörðustíg

gönguljós á skólavörðuholt við Eiríksgötu/Skólavörðustíg

Hvað viltu láta gera? Setja upp umferðarljós/gönguljós við Eiríksgötu/Skólavörðustíg Hvers vegna viltu láta gera það? Til þess að auka öryggi gangandi vegfaranda

Points

Væri ekki frekar lag að þrengja götuna og gera gangandi hærra undir höfði sama hvaðan það kemur?

Löngu orðið tímabært. Þetta er einn mesti túristaáfangastaðurinn í Reykjavík og hvimleitt bæði að keyra þarna þegar fólk stendur úti á götu til að taka myndir og líka óþolandi að labba þarna og komast aldrei yfir götuna, nema vegna þess að einhver bílstjóri ,,leyfir" manni að ganga yfir götuna.

Þetta er mjög mikilvægt fyrir þau skólabörn sem þurfa að ganga þarna yfir til að fara í Austurbæjarskóla.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Eftir rýni kom í ljós að ekki sé fýsilegt að setja gönguljós á þennan stað. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information