Útivistarsvæðið Öskjuhlíð- inni í skóginum. Skilti og stígar

Útivistarsvæðið Öskjuhlíð- inni í skóginum. Skilti og stígar

Hvað viltu láta gera? Setja upp skilti um að lausgangandi hundar séu ekki leyfðir í Öskjuhlíð og að það eigi að taka upp skítinn eftir þá. Sérstaka stíga fyrir fjallareiðhjólamenn inni í Öskjuhlíð. Afskerma þá frá stígum fyrir gangandi. Fjarlægja tjöld útigangsfólks úr Öskjuhlíð. Fyrirbyggja að túristar geti tjaldað í Öskjuhlíð Lagfæra og bæta við æfingatækjum úr náttúrulegum efnum í Öskjuhlíð Umfram allt að halda Öskjuhlíðinni sem mest ósnortinni sem útivistarsvæði sem er öruggt. Hvers vegna viltu láta gera það? Göngum þar daglega og það bregst ekki að við mætum hundum sem eru ekki í beisli og sem hafa gelt og urrað á okkur. Allir eigendur halda að sinn hundur sé "svo góður". Mikið um hundaskít. Hundarnir hræða ekki bara gangandi vegfarendur heldur einnig fugla og kanínur. Fjallahjólreiðamenn virðast hafa göngustíga í Öskjuhlíð sem æfingasvæði sem er oft erfitt fyrir gangandi vegfarendur að mæta þeim Oft eru þar heilu hóparnir af fjallahjólum sem fara mjög geyst um göngustíga Öskjuhlíðar. Göngustígar og hjólastígar inni í Öskjuhlíð eiga ekki samleið. Einnig virðast margir hjóla fyrir utan stíga og er botngróður víða farinn á vera niðurtroðinn Í fyrra voru tjöld útigangsfólks allt árið í Öskjuhlíð. Þau voru fjarlægð en það hafa komið önnur tjöld í staðinn. Einnig hafa verið brögð af því að túristar telji sig geta tjaldað þar til einnar nætur. Það þarf að hindra aðkomu og setja upp skilti um að það megi ekki tjalda þar. Inni í Öskjuhlíðinni er alla vega á tveim stöðum æfingatæki fyrir gangandi. Það mætti laga þau og bæta við.

Points

Þessi hugmynd á heima í Hlíðunum. Þar eru hugmyndirnar ,,Skýrari merkingar og gönguleiðir upp að Perlunni'' og ,,Lagfæra göngustígs frá Hlíðum yfir í Öskjuhlíð'' sem samræmist vel þessari hugmynd. Kosningarnar fara fram 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information