Fjölga bílastæðum

Fjölga bílastæðum

Hvað viltu láta gera? Fjölga bílastæðum sem gætu nýst Dalseli og nágrenni. Setja bílastæði meðfram Seljabraut, þ.e milli Seljabrautar og Breiðholtsbrautar. Einnig hægt að setja stæði á svæðið milli Seljabrautar og Bakkasels, svæði sem er ekkert notað í dag. Nú eða ef þið eruð með betri hugmyndir að bílastæðum þá bara endilega framkvæmið þær. Hvers vegna viltu láta gera það? Ég er íbúi í Dalseli í það er ófremdarástand þar vegna skorts á bílastæðum. Bílum er lagt uppi á gangstéttum, meðfram köntum á bílaplani þar sem þarf að aka og nánast öll kvöld er orðin tvöföld röð bíla við kanta þannig að það þarf að beita lagni að komast um planið. Ég hef orðið vitni að árekstri í Dalseli sem orsakaðist eingöngu vegna þess að útsýni var takmarkað af ólöglega lögðum bílum, hef heyrt um fleiri slík dæmi. Bílaeign er alltaf að aukast, tveir til þrír bílar á heimili er orðið mjög algengt og það er einfaldlega ekki gert ráð fyrir öllum þessum bílum. Bílaeign mun ekki minnka, líklega frekar aukast svo það þarf að leysa þetta mál. Ég hef ekki kynnt vel mér stöðuna í öðrum götum í hverfinu en hef tekið eftir bílum á gangstéttum, göngustígum og við kanta á plönum á svæðinu kringum Dalsel. Ég hef stundum lagt á planinu við verslunina Seljakjör ef ég er seint á ferðinni en það er líka erfitt að fá stæði þar, þetta plan er pakkað öll kvöld og nætur af bílum íbúa í nærliggjandi götum, og samt þarf að leggja ólöglega í Dalseli (og eflaust fleiri götum). Þetta veldur skysahættu, bæði fyrir umferð ökutækja og gangandi vegfarenda.

Points

Mun meir en bara vandamál við Dalsel. Bílum er lagt uppá gras meðfram Engjaseli, og uppá gangstéttir þar sem ekki er grasbalur. Eyjan sem var sett í Seljabraut neðan Engjasels má fara og breikkunin gert að aðgrein að Engjaseli. Varðandi "grasbalann" neðan Engjasels meðfram Seljabraut, þá eru margar eldri hugmyndir um nýtingu á svæðinu sem þarf að skoða. Menn eru enn að nota þetta svæði (sérstaklega bak við bílskýlin í Bakkaseli) sem einkabílastæði allavega á veturna.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Fjölgun bílastæða er stefnumál sem stöðugt er til umfjöllunar og úrvinnslu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information