Nuddpotturinn í Vesturbæjarlaug var einn af þeim bestu í bænum og þó víðar væri leitað. En nýlega var skipt um dælu og sú nýja er miklu slappari en var áður og því lítið gagn í henni fyrir þá sem eru með lélegt bak. Hugmyndin snýst um að fá nuddið aftur eins og var. Það er sorglegt að á meðan verið er að endurbæta laugina þá skuli í raun vera svikið loforð um að halda gömlu pottunum eins og þeir hafa verið með því að eyðileggja nuddið.
Gott vatnsnudd í heitum pottum sundlauganna er ódýr og góð leið fyrir alla borgarbúa til að líða betur. Á meðan nuddið í Vesturbæjarlaug var gott þá var iðulega röð í bununa en það hefur því miður breyst enda lítið gagn í nuddinu núna. Ný almennileg dæla og uppsetning á henni ættu varla að kosta mikið en væri mjög mikil heilsubót fyrir marga. Endilega deildu þessu áfram ef þú ert sammála!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation