Battavöll á lóð Vogaskóla - Neðan við frístundarheimilið

Battavöll á lóð Vogaskóla - Neðan við frístundarheimilið

Hvað viltu láta gera? Setja battavöll/sparkvöll líkt og er á öðrum lóðum skóla í hverfinu. Hvers vegna viltu láta gera það? Íþróttaiðkun barna í Vogaskóla er minni en barna í öðrum skólum í hverfinu. Það er ákveðið misrétti fólgið í því að börn í Vogahverfinu geti ekki leikið sér á battavelli við bestu aðstæður líkt og börn í Langholtsskóla og Laugalækjarskóla. Í flestum skólum borgarinnar má finna sparkvöll sbr. Hólabrekkuskóla, Breiðholtsskóla, Selásskóla, Foldaskóla, Vesturbæjarskóla og fleiri stöðum. Þetta er sanngirnismál sem þarf að lagfæra hið fyrsta. Battavellir geta nýst í brennó, handbolta, skotbolta og ýmsa leiki við bestu aðstæður í stað þess að vera á stórhættulegri lóð meira og minna allan veturinn. Þessi hugmynd hlaut kosningu fyrir 2-3 árum síðan en borgin kaus að fara ekki í framkvæmdir. Ég neita að trúa að borgin láti ekki slag standa og leiðrétti þessa skekkju í hverfinu. Varðandi staðsetningu þá væri hægt að hafa völlinn fyrir neðan frístundarheimilið til að koma í veg fyrir ónæði fyrir íbúa. Yrði þá í portinu fjarri raðhúsunum, bakvið Vogaskóla og MS.

Points

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Ég hef séð hve jákvæð áhrif battavellir hafa á börn. Heilsufarslega, félagslega og tilfinningalega!

Löngu tímabært. Slökkva ljós og banna umferð eftir kl 22.00

Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir börnin okkar í hverfinu...og fyrir löngu tímabært.

Það eru battavellir á lóðum mjög margra (kannski allra) annarra skóla í Reykjavík. Það í sjálfu sér eru sterk rök fyrir því að battavöllur verði settur við Vogaskóla. Að auki eru þetta mjög vinsæl leiksvæði og ýta undir almenna íþróttaiðkun sem teljast verður heilbrigiðismerki. Staðreynd er sú að íþróttaiðkun barna í Vogaskóla (Þróttur/Ármann) er hlutfallslega minni en í öðrum skólum í Laugardalnum, ein ástæða þess gæti verið lakari aðstaða við Vogaskóla.

Löngu tímabært. En þá verður líka góð lýsing að fylgja með.

Löngu tímabært að fá battavöll fyrir krakkana í Vogaskóla. Þar sem íþróttahús Menntaskólans við Sund er nýtt fyrir íþróttaiðkun nemenda Vogaskóla þá myndi battavöllur geta nýst fyrir þá íþróttatíma sem fara í útikennslu þegar íþróttahúsið er upptekið. En það gerist reglulega, aðallega í kringum prófatarnir í MS. Rökin í lýsingu verkefnisins segja síðan í raun allt sem segja þarf.

Tímabært að bæta lóð við vogaskóla

Löngu tímabært að krakkarnir í Vogaskóla fái sparkvöll

Löngu tímabært og ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur upp: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/09/06/ekki_nog_ad_hugmyndin_se_vinsael/

Fábrotin skólalóð sem þarf að bæta úr.

Held að Vogaskóli sé einn af fáum skólum á landinu sem ekki hefur battavöll. Vantar algjörlega fyrir krakkana í hverfinu þar sem langt er fyrir lítil börn í Vogaskóla í Langholtsskóla að leika sér.

Búið að ræða bætta aðstöðu á skólalóð fyrir börnin í þessum skóla og battavöllur hefur verið eitt af því. Sjálf spila ég fótbolta og fer með vinkonum á aldrinum 46-58 ára út á battavelli á vorin. Þetta sameinar börn og fullorðna í leik og getur verið ágætis hlátur efni fyrir börnin að sjá þau “gömlu” leika sér.

Mjög þarft verkefni sem stuðlar að aukinni útiveru og hreyfingu barna og fullorðinna á svæðinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information