ævintýraleikvöll við Glaðheima/Þróttheima

ævintýraleikvöll við Glaðheima/Þróttheima

Hvað viltu láta gera? Bæta leikaðstöðu barnanna við Glaðheima/Þróttheima með því að setja upp náttúrulegan ævintýraleikvöll á lóðinni. Þar mætti gróðursetja tré og búa til skjólgóðan og skemmtilegan leikvöll fyrir börnin í hverfinu. Sérstaklega væri gaman að nýta trjádrumba til þess að búa til brýr eða strengja bönd á milli til þess að klifra á. Hvers vegna viltu láta gera það? Lóðin við Glaðheima/þróttheima hefur því miður ekki uppá mikið að bjóða fyrir börnin og gæti verið svo miklu meira skapandi og spennandi fyrir öll börnin í hverfinu að nýta.

Points

Löngu tímabært að setja upp skemmtilegt leiksvæði þarna.

Lóðin við Glaðheima/þróttheima hefur því miður ekki uppá mikið að bjóða fyrir börnin og gæti verið svo miklu meir...

Ég styð hugmyndina um náttúrulegan ævintýraleikvöll, en slíkir vellir gætu einnig verið staðsettir annars staðar í borginni og þá jafnvel enn stærri í sniðum heldur en þarna við frístundaheimilið. Til dæmis á hornlóðinni við Engjaveg/Suðurlandsbraut, á móti Glæsibæ.

Ég styð þessa tillögu heilshugar. Fyrir utan Glaðheima er flennistórt grænt svæði sem mætti nýta á ýmsan hátt með það að markmiði að bæta bæði leikastöðu barnanna í Glaðheimum og allra barna í hverfinu :)

Ég styð þessa hugmynd, löngu tímabært að gera eitthvað við þessa stóru lóð.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information