Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturbugt

Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturbugt

Gerum nýtt og betra deiliskipulag fyrir Vesturbugt. Skipulagið þarf að taka mið af þörfum í gamla Vesturbænum og greiningu á hverfinu í heild. Taka inn hverfisskipulagsvinnu og halda íbúafundi. Byggingamynstur þarf að taka mið af tvílyftu timburhúsunum í gamla Vesturbænum en ekki hæstu húsunum í hverfinu. Íbúar hafa lýst því yfir að smágerðari byggð og minna byggingamagn muni hæfa svæðinu betur. Fagfólk hefur lýst yfir áhyggjum að skipulagi sem er nú samþykkt hjá skipulags og umhv sviði.

Points

Það ber að fagna deiliskipulagshugmyndum sem gera ráð fyrir að fleira fólk geti búið í Vesturbænum en það er óskynsamlegt að fjölga svo mikið á svo litlum bletti. Nær væri að fylla upp í þau göt og þau fjölmörgu lausu byggingarsvæði sem eru allt í kring.

Ef byggt verður eftir deiliskipulagi sem nú var að samþykkt verður til byggð sem slítur í sundur gamla Vesturbæinn og sjóinn. Það er óafturkræft. Lærum af mistökum og hlustum á raddir íbúa og fagfólks. Hér er nóg að byggja helming íbúðanna og hér þarf að bæta við opnum rýmum sem sinna þörfum í hverfinu, svo sem líkamsrækt, vinnuaðstöðu ofl. Hætt er við að þjónusta og versslun á jarðhæðum verði eingöngu tengd ferðaþjónustu. Þurfum að finna flotta leið þar sem ferðamannastaður og íbúahverfi mætist

Ekki hefur verið nægur gaumur gefinn af því hvaða áhrif svo mikil fjölgun íbúa á svo litlu svæði muni hafa á umferðar- og öryggismál í hverfinu og bæjarhlutanum öllum.

Sæll Gunnar. Viltu segja nánar frá? Áttu við lóðina við enda Mýrargötu og Vesturgötu, hornið á Seljavegi og Mýrargötu (framan við Reykjavíkurapótek) eða einhverjar fleiri óbyggðar lóðir?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information