Gæta öryggi barna í Vesturhúsum

Gæta öryggi barna í Vesturhúsum

Hvað viltu láta gera? Setja hita í götuna og "börn að leik" skilti Hvers vegna viltu láta gera það? Gatan er mjög brött og liggur í sveigju þannig að sýnileiki gangandi vegfarenda er lítill. Ung börn búa í götunni og er það áhyggjuefni. Gatan verður afar sleip á veturna og algengt er að bílar festist eða renni niður með tilheyrandi óþægindum. Til að forðast það er keyrt mjög hratt upp þessa götu með tilheyrandi áhættu. Það gerir það einnig að verkum að hraðinn verður að vana. Hugmyndin er þannig að setja hita í götuna, eða allavega efri part hennar, til að gera þennan hraðakstur óþarfann -og koma íbúum götunnar tímanlega til vinnu að vetri til. Til að sporna við hraðakstri væri gott að setja upp skilti til að minna íbúa á að hér séu börn að leik.

Points

Þessi hugmynd nýtist of litlum hóp hverfisins til þess að talið sé að hún uppfylli skilyrði verkefnisins um að geta nýst öllu hverfinu á einhvern hátt. Hugmyndin er því ekki tæk til kosninga. Kosningarnar fara fram 31. október - 14. nóvember á www.hverfidmitt.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information