Aðstaða til moltugerðar í hverfinu

Aðstaða til moltugerðar í hverfinu

Hvað viltu láta gera? Koma upp aðstöðu þar sem íbúar hverfisins geta komið með lífrænan úrgang til moltugerðar. Upplagt væri að koma upp fleiri svæðum til matjurtaræktar og hafa þetta á sama stað. Áhugasamir gætu svo nýtt sér moltuna við ræktun. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að draga úr almennu sorpi sem fer í urðun sem er oft að lang stærstum hluta lífrænn úrgangur. Þetta væri mikilvægt skref í átt að aukinni sjálfbærni, minni mengun og bættum jarðgæðum. Það er augljóst að stórtækra aðgerða er þörf til að sporna við loftslagsbreytingum og mengun. Þetta væri eitt af mörgum skrefum sem hægt væri að taka í átt að grænni framtíð. Það væri líka frábært að sjá uppbyggingu fleiri matjurtagarða fyrir almenning. Framtíðin er minni neysla og meiri sjálfbærni.

Points

Þetta er sjálfsagt til að bæta umgengni við jörðina og kenna börnum sjálfbærni og virðingu fyrir náttúrunni.

Góð hugmynd sem er auðveld í framkvæmd. Það vantar sárlega stað fyrir þá sem ekki hafa garð, eða búa í fjölbýli og ekki er aðstaða til moltugerðar, að hafa eina miðlæga söfnun lífræns úrgangs. Að sjálfsögðu þarf að gæta þess að það sé ekki opið fyrir rottugangi en ef það er einhver sem fylgist með ræktunarsvæðunum sunnan við Langholtsskóla þá gæti söfnunarkassinn verið þar og sama manneskja fylgist með framvindu mála.

Eitt af okkar framlögum til að þessi jörð verði byggileg áfram.

Ég er sammmála þessari hugmynd, myndi vilja að það yrði gengið lengra, með endurvinnslu á lífrænum úrgangi og farið að setja endurvinnslutunnur inn í ruslutunnur, eins og hefur verið gert á Akureyri lengi

Þetta þykir mér frábær hugmynd. Sem stendur eru ekki margir möguleikar fyrir þá sem vilja koma lífrænum úrgangi til gagns en geta ekki verið með moltutunnur sjálfir.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information