Mjög mikil umferð er á Miklubrautinni enda er hún talin aðal umferðaræð Reykjavíkurborgar. Mikið ónæði er af umferðarhávaða sem af henni kemur og er hávaðinn á álagstímum yfir gefnum hávaðamörkum í reglugerð. Setja mætti grindverk við Miklubrautina líkt og hefur verið gert víða í Kópavogi.
C.a. 3m há girðing staðsett við suðurhluta miklubrautar á milli gatnamóta grensásvegar og miklubr. og svo göngubrúar yfir miklubraut fyrir ofan Hagkaup myndi auk þess að hafa mjög jákvæð áhrif á hávaðamengun auka öryggi þeirra sem nýta sér göngstíg sem liggur þar alveg við götuna. Þessi framkvæmd ætti að rúmast vel innan þess ramma sem gefinn er á verkefni um Betri Reykjavík.
Nú þegar er mjög mikil umferðarhávaði af Miklubrautinni og berst hann ásamt mengun upp í hverfin fyrir ofan og neðan hana. Þegar forgangsakgrein fyrir strætó var bætt við Miklubrautina 2008 hefði Reykjavíkurborg átt að fara í aðgerðir til að draga úr hljóðmengun þar sem aðgerði hefði í för með sér meiri hávaða, en slíkt var ekki gert. Því skora ég á Reykjavíkurborg að setja upp hljóðmön við Miklubrautina.
þetta er spurning um betra hverfi
3m há girðing staðsett við suðurhluta miklubrautar á milli gatnamóta grensásvegar og miklubr. og svo göngubrúar yfir miklubraut fyrir ofan Hagkaup myndi auk þess að hafa mjög jákvæð áhrif á hávaðamengun auka öryggi þeirra sem nýta sér göngstíg sem liggur þar alveg við götuna. Þessi framkvæmd ætti að rúmast vel innan þess ramma sem gefinn settur er á verkefni um Betri Reykjavík.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation