Gönguskíðabraut

Gönguskíðabraut

Hvað viltu láta gera? Möguleika á gönguskíðasporum á æfingavelli Fjölnis við Dalhús yfir háveturinn. Hvers vegna viltu láta gera það? Auka úrval af afþreyingu í hverfinu yfir vetrartímann. Völlurinn er ekki í notkun yfir háveturinn þegar það er snjór yfir öllu svo það er kjörið að nýta hann undir vetraríþróttir. Gögnuskíðaspor raska heldur ekki vellinum sjálfum. Þetta svæði er líka við hliðina á skíðasvæðinu í Grafarvogi við Dalhús svo það er kjörið að stuðla að fleiri möguleikum fyrir ástundum vetraríþrótta á svæðinu. Svo er sundlaugin þarna við hliðina á vellinum svo það er auðvelt að skella sér í pottinn beint eftir á.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information